Íslenska

 

ÁRAMÓT Í SVEITINNI

6 dagar- 5 nætur -vetrakyrrð í sveit

Stuttir dagar, rökkur kvölds og morgna, langar nætur. Og allt hið óvænta sem náttúran býður upp á: Stórhríðar, norðurljós, frost svo styrnir á hjarnið. Spjallað við bændur, útsýnis- og gönguferð á Vatnsnesi – því ekki að fagna nýju ári og kveðja það gamla í alvöru sveit?

 

Dagssetning: 28.12.20 – 02.01.21                       Verð: 120.000 kr. á þáttakanda

1. dagur,
28.12. þriðjud.: Reykjavík-Brekkulækur

Farið með rútu á okkar vegum frá Reykjavík. Brottför BSI kl. 15: Veitinga-staðurinn Sprengisandur kl. 15.20:
Stutt stopp í Borgarnesi og síðan ekið norður yfir heiði að Brekkulæk í Miðfirði. Kvöldmatur á Brekkulæk og gisting þar næstu 5 nætur.(k)

2. dagur,
dagur, 29.12. miðvikud.: Spjallað við bændur

Við hefjum daginn á því að fara í sund. Að þvi loknu bíður okkar „bröns“ á Brekkulæk. Eftir að hafa litast um á bænum og klappað hrossum, förum við í heimsókn í vinnustofu tveggja bænda sem fyrir löngu eru orðnir landsþekktir fyrir listsköpun sína: Helgi Björnsson í Huppahlíð og Jón Eiríksson á Búrfelli (m, b, k)

3. dagur,
30.12. fimmtud.: Útsýnis- og gönguferð á Vatnsnesi.

Heilsum upp á seli á Illugastöðum og við Hvítserk. Skoðum einnig hið fallega gljúfur Kolugil í Víðidal. Hádegismatur á Brekkulæk þegar komið er til baka. Í rökkrinu siðdegis samvera yfir kaffibolla og skipst á skoðunum um jólabækur ársins.(m, h, k)

4. dagur,
31.12. föstud.: Er sauðfjárbúskapur lífsstíll eða alvöru atvinnuvegur?

Við heimsækjum sauðfjárbændur
og reynum að komast að niðurstöðu áður en við fögnum nýju ári.
Við hefjum daginn á því að fara í sund, síðan bröns á Brekkulæk.
Farið í heimsókn til sauðfjárbænda.
Kvöldmatur.
Flugeldasýning á Hvammstanga kl.21:00
Kl. 24:00 skálað fyrir nýju ári (m, b, k)

 
5. dagur,
1.1. laugard.: Nýársmessa síðdegis í Staðarbakkakirkju.

Síðbúinn morgunmatur og frjáls tími.
Gönguferð til kirkju með leiðsögn fyrir þá sem vilja og geta. Messa kl 16:00. Farið með rútu til baka. (m, k)

 

6. dagur,
2.1. sunnud.: Reykjavík
Að loknum morgunverði er sveitin kvödd og haldið til Reykjavíkur. (m)

Innifalið:Allur akstur, gisting í uppbúnum rúmum í tveggjamanna herbergjum með baði, einsmanns herbergi gegn gjaldi (10.000 kr.).  Fæði eins og tiltekið er: m=morgunnmatur; h= hádegismatur; k= kvöldmatur; b=bröns, Freyðivin á nyjársnótt.Nauðsynlegur búnaður:  Góðir gönguskór, úti-vistarfatnaður, regnföt,  sundfatnaður og etv. göngustafir.Fararstjóri og gestgjafi er Arinbjörn Jóhannsson, ferðabóndi á Brekkulæk  sem er öllum hnútum kunnugur í sveitinni. Arinbjörn hefur í 42 ár skipulagt og verið fararstjóri í ferðum..

 

Bókanir og frekari upplýsingar í síma 4512938 / 8930638 eða

booking@abbi-island.is