Gänseküken
Enten-Nest
Gryllteiste

Frekari ráðgjöf

Arinbjörn Jóhannsson
Brekkulækur
531 Hvammstangi
Sími: 451-2938
Netfang: booking@abbi-island.is
 • VOR Í SVEITINNI

  Nátturuskoðunarferð – 5 dagar – 4 nætur – sveitin, fuglar, náttúra

  Eftir langan vetur vaknar töfrandi landið og náttúran aftur til lífs – fallegir lækir, líflegir fuglar, nýfædd lömb. Í þessari ferð verður dvalið 3 nætur á Brekkulæk í Miðfirði, grónu landbúnaðarhéraði þar sem gestgjafarnir búa með 70 hrossum og einum hundi. Síðustu nóttina er gist í Reykhólasveitinni, einni af náttúruperlum landsins. Einn af hápunktum ferðarinnar er heimsókn að Höfnum á Skaga, þar sem æðarbóndinn Vignir kynnir okkur fyrir heillandi umhverfi sínu og fer með okkur á báti til lítillar eyjar; fuglaparadísar með þúsund fugla lundabyggð og stóru æðarvarpi. Við förum einnig um Vatnsnes sem er hálendur skagi milli Miðjfarðar og Húnafjarðar, þekkt fyrir sitt selalátur. Einnig munum við aka út Strandir og enda síðan þessa ferð á Reykhólum. Á þessum stöðum er hægt að sjá stórann hluta af fuglafánu Íslands. Við munum ferðast með lítilli rútu, með báti og gangandi og slaka á í heitum pottum þegar færi gefst. Á ferðalaginu gefst einstakt tækifæri til að taka ljósmyndir af fuglum.

  Myndasafn

 • Ferðalýsing Vor í sveitinni

  1. Dagur2. Dagur3. Dagur4. Dagur5. Dagur
  1. Dagur, fimmtud.: Reykjavík – Brekkulækur
  Farið með rútu á okkar vegum frá Reykjavík. Brottför BSí kl.11.00. og Veitingastaðnum Sprengisandi kl. 11.20. Við verðum komin á Brekkulæk um kl. 15.00 Á leiðinni norður stutt stopp við fossinn Glanna þar sem við með nokkurri heppni verðum vör við minnsta fugl Íslands. Hressing við komuna að Brekkulæk. Síðan smá gönguferð þar sem við kynnumst nærumhverfinu og heilsum upp á vorboðana. Kvöldmatur og gisting á Brekkulæk þar sem við gistum í 3 nætur. (k)
  2. Dagur, föstud.: Arnarvatnsheiði – Vatnsnes
  Vaknað við fuglasöng. Heiðlóur, stelkar, hrossagaukar, spóar, þúfutitlingar og skógarþrestir bjóða góðan dag. Morgun-matur. Síðan ekið inn til heiða og gengin spölur með gljúfri Austurár þar sem oft verpa í nábýli fálkar og heiðargæsir. Léttur hádegismatur á Brekkulæk. Ekið fyrir Vatnsnes og svipast um eftir sel og skoðaður heitur hver í flæðarmálinu. Lengra stopp hjá drangnum Hvítserk en umhverfis hann er mjög sérstakt vistkerfi þar sem, kría, æðarfugl, tjaldur, fýll og rita verpa í miklu nábýli. (m, h, k)
  3. Dagur, laugard.: Skagi
  Í dag er ferðinni heitið norður á Skaga mið viðkomu í Vatnsdal og hinni fornu verstöð Kálfhamarsvík. Á vegi okkar verða: himbrimar, toppendur, óðinshanar sand-erlur, sendlinga, rauðbrystingarr, tildrur og lóuþrælar. Við mælum okkur mót við æðarbóndann og þúsundþjalasmiðinn Vigni bónda í Höfnum á Skaga. Hápunktur dagsins verður, ef veður leyfir bátsferð, með Vigni út í eyju sem er ca. 100 m. frá landi. Á þessari smáeyju eru stórt æðarvarp og lundabyggð . (m, n, k)
  4. Dagur, sunnud.: Brekkulækur – Strandir – Reykhólar
  Ekið fyrir Hrútafjörð, norður Strandir og yfir Þröskulda að Reykhólum. Stutt stopp í Broddanesi og á Hólmavík. Hér verða á vegi okkarflórgoðar, straumendur og toppendur. Gist í gistihúsi á Reykhólum (m, k)
  5. Dagur, mánud.: Reykhólar – Reykjavík
  Að loknum morgunmat förum við í ca. 4 t. gönguferð um einstaka fuglaparadís Reykhóla. Hér verpa m.a. mikill fjöldi hávella,skúfanda, dugganda og einkum lómar. Síðan er ekið af stað til Reykjavíkur um Dali og Bröttubrekku. Að sjálfsögðu svipumst við um eftir örnum þegar ekið er um Gilsfjörð. Komið til Reykjavíkur ca. kl. 18.00 (m)
 • Fyrirspurn

  Vinsamlegast tilgreinið ferð, dagsetningu og personulegar upplýsingar og sendíð okkur tölvupóst á:booking@abbi-island.is

Erfiðleikastig

Dagsetning

26.05. – 30.05.2022

Verð

92.000,- ISK á þátttakanda

Innifalið & Upplýsingar

 • Allur akstur
 • 5 dagar- 4 nætur
 • gisting í uppabúnum rúmum í tveggjamanna herbergjum
 • eins manns herbergi gegn gjaldi (5.000kr)
 • Fæði eins og tiltekið er: m=morgunnmatur; h=hádegismatur; k= kvöldmatur; n= nesti.

Nauðsýnlegur búnaður: Góðir gönguskór,útivistarfatnaður, etv göngustafir, regnföt, bakpoki, sundfatnaður, drykkjarflaska, nestisbox.
Fararstjóri: Fararstjóri verður Arinbjörn Jóhannsson ferðabóndi á Brekkulæk sem er öllum hnútum kunnugur í sveitinni. Fuglaáhugamaður og náttúruunnandi frá æsku. Arinbjörn hefur skipulagt og verið fararstjóri í fuglaskoðunarferðum fyrir útlendinga í 25 ár. M.a. séð um fuglaskoðunarferðir fyrir stór þýsk náttúruverndar samtök NABU (Natur Bund).

Fjölði þátttakenda

lágmark 8
hármak 16