• Álftakrókur
Kyrrð-í-Fljótsdrögum
Surtshellir
Arnarvatnsheiði
  • Gönguferð á Arnarvatnsheiði: Hraun – Hellar – Heiði

    Bakpókaferð 6 dagar – 5 nætur

    Ferðabændur á Brekkulæk hafa í rúm 35 ár skipulagt gönguferðir yfir Arnarvatnsheiði fyrir erlenda ferðamenn. Síðastliðin 15 ár hefur Ferðafélag Íslands í samvinnu við Arinbjörn á Brekkulæk boðið uppá þessar ferðir sem hefur verið vel tekið af Íslendingum. Um er að ræða þriggja skóa gönguferð á vegleysum með einhvern farangur á bakinu. Tilvalið fyrir göngufólk að koma með í svona ferð og kynnast einu fáfarnasta svæði landsins. Gönguleiðin liggur upp með Norðlingafljóti, með Hallmundarhraun á hægri hönd og víðerni, Arnarvatnsheiðar og Tvídægru á vinstri hönd. Yfir öllu gnæfir Eiríksjökull, en Langjökull líður framhjá frá austri og hverfur sjónum inn í Jökulkróki. Gengið verður í eina fegurstu náttúrusmíð landsins, gíginn Hallmund efst í Hallmundarhrauni og einnig upp á jökulstallana vestan Langjökuls. Síðan liggur leiðin norðvestur Arnarvatnsheiði, eitt stærsta votlendissvæði landsins. Vatnaskilum er fylgt og gengið um þurrlendi. Veitt í matinn og nærst á gjöfum jarðar. Útihátiðir og umferðaröngveiti eru víðsfjarri, en óbyggðakyrrð og víðerni miðhálendisins bjóða upp á einstaka upplifun um Verslunarmannahelgina.

    Gist er í skálum og þar bíða vistir. Ekki þarf að bera neinn mat. Fararstjóri: Maríus Þór Jónasson

    Myndasafn

  • Ferðalýsing „Gönguferð á Arnarvatnsheiði“

    1. Dagur2. Dagur3. Dagur4. Dagur5. Dagur6. Dagur
    1. Dagur, miðvikud.: Reykjavík – Surtshellir – Álftakrókur
    Brottför: Kl. 9.00 með rútu frá BSÍ. Ekið framhjá Húsafelli. Surtshellir skoðaður á leiðinni að Norðlingafljóti. Farangur fluttur í náttstað. Gengið í Álftakrók. Þar biður hópsins heitur matur. Gist í gangnamannakofa. 9 km
    2. Dagur, fimtud.: Álftakrókur – Fljotsdrög
    Gengið um vegleysur milli vatna að gangnamannakofa í Fljótsdrögum. Gist í tvær nætur. 18 km.
    3. Dagur, föstud.: Fljótsdrög
    Gengið upp í gíginn Hallmund, sem Hallmundarhraun rann úr fyrir um 1100 árum og ef veður leyfir upp á Jökulstalla utan í Langjökli. 18 km.
    4. Dagur, laugard.: Fljotsdrög – Lónaborg
    Gengið frá Fljótsdrögum yfir Langajörfa og „ lágan hvannamó“, yfir Skammá, milli Réttarvatns og Arnarvatns og meðfram Sesseljuvík að Lónaborg við Grandalón og gist þar í tvær nætur. 20 km.
    5. Dagur, sunnud.: Lónaborg
    Dvalið um kyrrt, veitt matinn, fylgst með fuglalífi og heimsfriðnum andað að sér. Veiðin grilluð.
    6. Dagur, mánud.: Lónaborg – Hvammstanga – Brekkulækur – Reykjavík
    Gengið um 7 km leið upp á veginn sem liggur frá Arnarvatni stóra niður í Miðfjörð. Rúta ekur hópnum í sund á Hvammstanga. Eftir veglega máltið á Brekkulæk í Miðfirði er ekið til Reykjavíkur.
  • Fyrirspurn

    Vinsamlegast tilgreinið ferð, dagsetningu og personulegar upplýsingar og sendíð okkur tölvupóst á:booking@abbi-island.is

Erfiðleikastig

Dagsetning

28.07. – 02.08.2021

Verð

98.000,- ISK

Innifalið & Upplýsingar

Akstur frá Reykjavík á fyrsta degi og til baka á síðasta degi, gisting: 6 dagar, 5 nætur í fjallaskálum, matur (6 x kvölðverður, 5 x morgunverður, 5 x nesti), veiði, sund og farastjórn. Nauðsynlagur búnaður: Gönguskór, bakpoki (minnst 50l), svefnpoki, hlífðarfatnaður, húfa og vettlingar, vaðskór, flugnanet, bitabox og drykkjarflaska.

Fjölði þátttakenda

lágmark 6
hármak 12