• Miðfjarðarrétt
Arnarvatnsheiði-Núpsdalur
Miðfjarðarrétt
Miðfjarðarrétt

Frekari ráðgjöf

Arinbjörn Jóhannsson
Brekkulækur
531 Hvammstangi
Sími: 451-2938
Netfang: booking@abbi-island.is
  • Réttarferð í Miðfjörðinn

    Íslensk sveitamennig 4 dagur – 3 nætur

    Trúlega hafa "Göngur og Réttir" breyst minna í tímanna rás en flestir aðrir þættir íslenskrar bændamenningar. Það að smala búfé bænda úr sumarhögum á hálendinu og draga það í dilka, var og er eingöngu mögulegt með sameiginlegu átaki allra í sveitinni og úr því þróaðist viðburður þar sem flestir íbúar ákveðins landsvæðis komu saman. Þannig er það enn í dag. Við bjóðum gestum að upplifa og taka þátt í árlegum en einstökum viðburði.
    Nokkur ganga en ætti að henta öllum aldurshópum.
    Fararstjóri: Brigitte Visbeck

    Myndasafn

  • Ferðalýsing Réttarferð í Miðfjörðinn

    1. Dagur2. Dagur3. Dagur4. Dagur
    1. Dagur, fimmtud.: Brekkulækur
    Þátttakendur koma á eigin vegum að Brekkulæk í Miðfirði kl. 19.00. (Á eigin bíl eða með Strætó). Kvöldmatur og farið yfir verkefni næstu 2ja daga. (k)
    2. Dagur, föstud.: Brekkulækur – Núpsdalur
    Morgunmatur kl. 8.30 Farið úr húsi eftir morgunverð. Tíminn ræðst nokkuð af veðri á hálendinu og hvenær gangnamenn gátu hafið leitir. Við förum með rútu rúma 20 km inn Núpsdal og göngum síðan ca. 5 km á móts við gangnamenn. Þar sem gangnamenn koma ofan af hálendini með safnið er áð og gangnamenn og gestir fá sér hressingu, Síðan er hrossastóð og sauðfðé aðskilið. Nokkrir menn reka stóðið til réttar. Aðrir gangnamenn reka sauðfjársafnið í næturhólf ca. 5 km neðar í dalnum og gestir hjálpa til eftir getu og vilja. Kvöldmatur og gisting á Brekkulæk. (m, n, k)
    3. Dagur, laugard.: Réttardagurinn
    Morgunmatur kl. 8.00. Í dag er réttardagurinn. Í stóðréttinni verða réttuð ca. 250 – 300 hross. Í fjárréttinni ca. 10.000 fjár. Stóðréttir hefjast kl. 9.00 og er lokið upp úr kl. 11.30. Fjársafnið kemur síðar í réttirna ca. kl 12.30 og fjárréttir byrja kl. 13.00. Aðstoð er alltaf vel þegin við réttarstörfin! Kvöldmatur og gisting á Brekkulæk. Að sjálfsögðu er síðan réttarball í félagsheimilinu og fer rúta á milli eftir þörfum. (m, h, k)
    4. Dagur, sunnud.: Heimferð
    Morgunmatur og heimferð á eigin vegum. (m) Reykjavíkur.
  • Fyrirspurn

    Vinsamlegast tilgreinið ferð, dagsetningu og personulegar upplýsingar og sendíð okkur tölvupóst á:booking@abbi-island.is

Erfiðleikastig

Dagsetning

01.09. – 04.09.2022

Verð

60.000,- ISK á þátttakanda

Innifalið & Upplýsingar

4 dagur, 3 nætur ferð í réttir og aðdraganda rétta.
Gisting í gistihúsi á Brekkulæk í eins eða tveggja manna herbergjum með sameiginlegum böðum. Gistihúsið er aðeins í 600 m fjarðlægð frá réttinni. Matur eins og tiltekið er: m: morgunnmatur, n: nesti, h: hádegismatur, k: kvöldmatur. Akstur á móts við gangnamenn á 2. degi. Akstur á réttarballið. Ekki innifalið: Aðgangur á réttarballið
Nauðsynlagur búnaður: Góðir gönguskór, hlífðarfatnaður, vatnsflaska eða lítill kaffibrúsi, dagpoki, göngustafir fyrir þá sem vilja og etv. gúmmístígvél til að nota í réttunum.