• Jökulsarlon
Dettifoss
Möðrudalur
Grjótgarður
 • Ísland á hringvegi – víðerni og fáfarnar slóðir

  Hringferð í kringum landið – 12 dagar – 11 nætur

  Þessi ferð er forvitnileg blanda: Við förum um slóðir sem ferðamenn þekkja vel, en bregðum okkur líka þangað sem þeir koma aldrei. Hvorki innfæddir né erlendir!
  Við njótum náttúrunnar, sögunnar og menningarinnar.
  Við dáumst að búsældarlegum svæðum
  Við njótum töfra hins ósnortna og ósnertanlega
  Við fræðumst um sigra og ósigra
  Við njótum þess að vera úti í náttúrunni og reyna á okkur en eiga síðan notalega stund og láta dekra við okkur í lok dags.
  Gist verður á litlum hótelum/gistihúsum í Miðfirði, við Mývatn, í Fljótsdal, á Djúpavogi og í Skálholti.
  Fararstjóri er Sigrún Valbergsdóttir, sem auk þess að starfa sem leikstjóri og sinna fjölmörgum verkefnum í menningarstjórnun er einn reyndasti fararstjóri landsins. Sigrún hefur leitt bæði íslenska og erlenda ferðamenn um óbyggðir á Íslandi í meira en tvo áratugi. Einnig hefur hún verið fararstjóri Íslendinga víða í Evrópu og leitt gönguhópa í Ölpunum og Dolomítunum. Sigrún er einn aðalkennari við Leiðsöguskólann í Kópavogi.

  Myndasafn

  Námaskarð
 • Ferðalýsing Ísland á hringvegi

  1. Dagur2. Dagur3. Dagur4. Dagur5. Dagur6. Dagur7. Dagur8. Dagur9. Dagur10. Dagur11. Dagur12. Dagur
  1. Dagur, þriðjud.: Reykjavík – Brekkulækur
  Farið með lítilli rútu frá Reykjavík að Brekkulæk í Miðfirði.
  Brottför BSI kl. 15.00, frá veitingahísinu Sprengisandi kl. 15.20
  Kvöldmatur og gisting á Brekkulæk (3x) (k)
  2. Dagur, miðvikud.: Vatnsneshringu: llugastaðir – Hvítserkur – Borgarvirki
  Eftir morgunverð er litast um á staðnum. Léttur hádegismatur á Brekkulæk. Ekið fyrir Vatnsnes og svipast um eftir sel og skoðaður heitur hver í flæðarmálinu. Lengra stopp hjá drangnum Hvítserk en umhverfis hann er mjög skemmtilegt vistkerfi þar sem, kría, æðarfugl, tjaldur, fýll og rita verpa í miklu nábýli.
  Borgarvirki skoðað (m, h, k)
  3. Dagur, fimtud.: Hrútafjarðarháls – Hvammstangi
  Létt gönguferð (7 km) eftir gamalli slóð yfir Hrútafjarðarháls. Heiðastemming, svanir og himbrimar á vötnum. Frábær fjallasýn. Sund og heitir pottar á Hvammstanga. (m, n, k)
  4. Dagur, föstud.: Akureyri – Goðafoss – Jarðböðin – Mývatn
  Ekið sem leið liggur norður í Mývatnssveit.
  Stoppað í Öxnadal, á Akureyri og við Goðafoss.
  Endum svo daginn í Jarðböðunum við Mývatn.
  Köldmatur og gisting á hóteli við Mývatn. (m, n, k)
  5. Dagur, laugard.: Mývatn
  Allt það markverðasta við Mývatn skoðað.
  Stuttar gönguferðir. Kvöldmatur og gisting á hóteli við Mývatn (m, k)
  6. Dagur, sunnud.: Dettifoss – Skessugarður – Sænautasel – Fljótsdalur
  Við ökum í austur og stoppum við Dettifoss, ökum upp að hinu einstaka náttúrufyrirbæri Skessugarði, fáum okkur hressingu á heiðarbýlinu Sænautaseli.
  Gist á litlu hóteli í Fljótsdal. (m, k)
  7. Dagur, mánud.: Hengifoss – Skriðuklaustur – skógarrölt
  Við byrjum daginn á göngu að Hengifossi (200m hækkun), fáum okkur síðan hádegishressingu á Skriðuklaustri í húsi Gunnars Gunnarssonar og endum daginn með skógargöngu á Hallormsstað. (m, k) Sund á Egilsstöðum. Kvöldmatur og gisting í Fljótsdal. (m, k)
  8. Dagur, þriðjud.: Öxi – Fossárdalur – Djúpivogur
  Við ökum yfir fjallveginn Öxi að elsta sjávarþorpi á Islandi: Djúpavogi. Á leiðinni stoppum við í Fossárdal og förum í drjúga gönguferð eftir þessum fallega dal. (8-12 km, lítil hækkun). Sund í Sundlaug Djúpavogs. Kvöldmatur og gisting á Hóteli á Djúpavogi (m, k)
  9. Dagur, miðvikud.: Vatnajökull – Jökulsárlón
  Áfram á hringveginum ökum við um Álftafjörð, Hamarsfjörð og fyrir Eystra- og Vestra- Horn. Atlantshafið á vinstri hönd, Vatnajökull á þá hægri.
  Við skoðum Hoffellsjökul og Jökulsárlón og borðum og gistum á hóteli í Suðursveit. (m, k)
  10. Dagur, fimmtud.: Þjóðgarðurinn Skaftafelli
  Við skoðum okkur um og göngum m.a. að Svartafossi, Sjónarnípu og Skaftafellsjökli. Kvöldmatur og gisting í Suðursveit. (m, k)
  11. Dagur, föstud.: Dverghamrar – Seljalandsfoss – Skálholt
  Nú höldum við í vestur og stoppum við Dverghamra og Seljalandsfoss og gistum síðustu nótt ferðarinnar á Hótelinu í Skálholti (m, k)
  12. Dagur, laugard.: Gullni hringurinn
  Við stoppum hjá Gullfossi og Geysi og síðasti dagskrárliður ferðarinnar verður helgasti staður landsins: Þingvellir. Síðan ekið til Reykjavíkur og komið þangað kl. 16.00. (m)
 • Fyrirspurn

  Vinsamlegast tilgreinið ferð, dagsetningu og personulegar upplýsingar og sendíð okkur tölvupóst á:booking@abbi-island.is

Erfiðleikastig

Dagsetning

08.06. – 19.06.2021

Verð

398.000,- ISK á mann í tvibýli

Innifalið & Upplýsingar

 • Allur akstur
 • 12 dagar- 11 nætur
 • gisting í uppabúnum rúmum í tveggjamanna herbergjum
 • eins manns herbergi gegn gjaldi (38.000 kr)
 • Fæði eins og tiltekið er: m=morgunnmatur; h=hádegismatur; k= kvöldmatur; n= nesti. Ekki innifalið: hádegishressing eða nesti frá degi 4.-12.
 • Nauðsýnlegur búnaður: Gönguskór, (Flesta daga erum við eitthvað á göngu, allt að 4 klst.) Hlífðarfatnaður, vatnsflaska eða lítill kaffibrúsi, dagpoki. Göngustafir.

Fjölði þátttakenda

lágmark 10
hármak 16